Burt með þungaflutninga af akvegum.

Mér er það enn óskiljanlegt að ekki skuli hafa verið hægt að grípa í tauma varðandi það atriði að þungaflutningar skyldu allir færast yfir á akvegi landsins. Vissulega eru ýmis svæði á landinu sem áfram munu háð flutningum landleiðina en allsendis ekki þau svæði þar sem hafnaraðstaða er til fyrirmyndar og er raunin í hverjum landsfjórðungi.

Í raun og veru finnst mér möguleikinn á aukinni slysatíðni á akvegum sem ekki eru tvískiptir vera nægileg ástæða til þess að aðrar færar leiðir í þessu efni hlyti að hafa átt að skoða og gaumgæfa.

Óhöpp við til dæmis flutninga á eldsneyti færast í vöxt innan bæjar sem utan og við eigum ekki að bíða eftir að þeim fjölgi heldur taka til við að skoða þessi mál með breytingar til bóta í huga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband