Ráðherraábyrgð á lögleiðingu framsals og leigu kvóta á Íslandi.

Mestu mistök allrar síðustu aldar á stjórnmálasviðinu eru þau að mínu mati að leiða í lög, óhefta braskumsýslu með óveiddan fisk úr sjó millum útgerðarmanna sem handhafa aflaheimilda. Hvaða ríkisstjórn sat þá og hverjir voru við stjórnvölinn ? Sjávarútvegsráðherra sá sem innleiddi þessar lagabreytingar sem ráðherra heitir Þorsteinn Pálsson og sá hinn sami var gerður að sendiherra síðar en gegnir nú starfi ritsjóra á Fréttablaðinu. Blaði sem ekki er hægt að segja að hafi verið mjög gagnrýnið á núverandi sjávarútvegskerfi sem heitið getur frá upphafi og ef mig misminnir ekki þá var á sínum tíma í hlutabréfaævintýrinu hinu mikla þegar sjávarútvegsfyrirtækin voru þar á markaði til staðar stofnun Orca hóps sem meðal annars innihélt núverandi eigendur að Fréttablaðinu og stærstu handhafa aflaheimilda þá á Íslandsmiðum sameinaða í fjármagnstilstandi einhvers konar. Það liggja víða saman strengir þegar peningarnir eru annars vegar fyrr og síðar en tilvist þeirra skiptir máli sem og hver ákvarðanataka ráðamanna um aðferðir er í því sambandi með tilliti til heildarhagsmuna umfram sérhagsmuni hvers konar. Framsalið svo ekki sé minnst á veðstetningu hins óveidda fiskjar í fjármálastofnunum í framhaldinu eru efnahagslegur Akkilesarhæll sem íslenska þjóðin er enn að gjalda fyrir nú í dag og því sjálfsagt að velta fyrir sér ráðherraábyrgð í því efni.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Svo berja menn á brjóst sér,draga inn vömbina og skjóta fram bringunni,gjörsamlega að rifna af þjóðarstolti,gargandi til hægri og vinstri,það er sko engin SPILLING hjá okkur.Mér verður flökurt.
Annars hélt ég að samkvæmt lögum væri óheimilt að veðsetja aflaheimildir.

Hallgrímur Guðmundsson, 26.5.2007 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband