Þrír forsætisráðherrar í tíð síðustu ríkisstjórnar.

Sá sérkennilegi stjórnarsáttmáli var útbúinn eftir síðustu kosningar að Framsóknarflokkurinn fengi að setjast í forsætisráðuneytið smá tima. Það gekk eftir en brotthvarf fyrrverandi formanns flokksins úr stjórnmálum varð til þess að samstarfsflokkurinn settist aftur í stólinn og þar með voru forsætisráðherrar orðnir þrír eitt kjörtímabil. Því til viðbótar fylgdu ráðherrahrókeringar sitt á hvað annars staðar. Minnir mig á gamlan leik sem ég man ekki hvað heitir þar sem menn eiga að hlaupa af einum stól í annann og sá tapar sem ekki nær sæti.

kv.gmaria.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ó boy.. Gunna, þú segir satt, man eftir þessum leik.

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.4.2007 kl. 20:42

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég man alltaf hvernig mér var innanbrjósts þegar ég heyrði að Halldór Ásgríms ætti að taka við af Davíð á einhverjum tímapunkti.... Mér fannst eins og verið væri að uppfylla síðustu ósk deyjandi manns... sem síðan kom á daginn.

Atli Hermannsson., 24.4.2007 kl. 23:15

3 Smámynd: Jón Magnússon

Ég saknaði þín við opnun kosingamiðstöðvar Frjálslyndra í SV kjördæmi mér var sagt að þú værir veik. Ég óska þér góðs bata sem allra fyrst.

Jón Magnússon, 26.4.2007 kl. 19:39

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Jón, hitinn á niðurleið í bili.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 26.4.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband