Umhverfismálaflokkurinn.

Hvort skyldi nú mikilvægara að reyna að umbreyta stefnu varðandi lífríki hafsins sem er á góðri leið með að koma fiskistofnum hér beina leið niður á við eftir tuttugu ára tilraunir sem hafa mistekist eða að einblina einungis á stóriðjustefnu á þurru landi. Þeir sem ekki láta sig varða að nokkru leyti breytingar á fiskveiðstjórnunarkerfinu í núverandi mynd eiga lítið sem ekkert erindi upp á dekk sem umhverfissinnar hér á landi, því miður. Sjálfbær þróun og núverandi kerfi eiga nefnilega ekki samleið svo nokkru nemi og koma þar til sögu margir þættir, árangursleysi við uppbyggingu fiskistofna, störf við atvinnugreinina, fiskiskipastóll og samsetning hans hvað varðar gerð veiðarfæra, veiðar og álag á vistkerfið, skattar til samfélagsins af hálfu útgerðarfyrirtækja, og skuldir þeirra hinna sömu. Bein byggðaröskun vegna þessa kerfis á kostnað allra íbúa hvar sem er á landinu því það kostar að byggja upp þjónustumannvirki hvar sem er á landinu. Minnkandi fiskistofnar þýða verulegt tap þjóðarbúsins og 17 % minni þorskur í hafinu samkvæmt Hafrannsóknarstofnun eru þjóðartap sem þegnar landsins finna fyrir en fjölmiðlar hafa sem skyldi dregið fram í tölum talið enn sem komið er.

kv.gmaria.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband