Um daginn og veginn, rétt fyrir kosningar.

Á laugardaginn kýs ég í fyrsta skipti hér í Árborg, og ég kýs MINN flokk Framsóknarflokkinn til sveitarstjórnar hér eins og ég hefði einnig gert í mínu fyrra sveitarfélagi Hafnarfirði.

Það hefur verið mér einstök ánægja að kynnast góðu stjórnmálastarfi í Framsóknarflokknum sem ég kynntist í mínu fyrra bæjarfélagi.

Lýðræði um ákvarðanatöku um mál öll sem vera skyldi hvarvetna í slíku starfi,  skiptir þar meginmáli ásamt síflelldri endurskoðun á því samfélagi, sem við lifum í og þróun mála.

Ég var annars að hugsa um það á dögunum hvað það væri  nú langt síðan ég var virkur þáttakandi í pólítíkinni áður en ég slasaði mig og fann það út að það var nú víst ekki nema eitt kjörtímabil síðan að ég var á lista Framsóknar í Hafnarfirði með mínum góðu félögum þar á bæ.

Tíminn líður og mín orka fer áfram í það að halda í horfinu með mitt heilsutetur, og nýlega fengið leyfi frá mínum sjúkraþjálfara til þess að hjóla á hjóli.og það var eins og himnasending fyrir mig og ég hjólaði eins og enginn væri morgundagurinn um daginn.

Uppskar hins vegar harðsperrur og verki svo ég hægði á mér og hvíldi um stund en nú í kvöld fór ég loks aftur í hjólaferð og frelsið við það að fá vindinn í fangið á ferð og fara víðar um en gangandi er mikið.  Hér á Selfossi er sannarlega gósenland hjólreiðamannsins, sléttlendi þar sem erfiðar brekkur eru ekki vandamál og stígar um allt.

Sumarið verður án efa nýtt í það hjá mér að kanna nýjar slóðir á hjólinu svo mest sem verða má til viðbótar við mína sjúkraþjálfun.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband