Til hamingju Ísland.

Ég fagna því að núverandi stjórnarflokkar hafi tekið af skarið varðandi þetta mál, en raunin er sú að meirihluti þjóðarinnar er andsnúinn þvi að ganga í þetta bandalag að svo komnu máli en aðferðafræði fyrri ríkisstjórnar þess efnis að sækja um aðild, ÁN ÞESS AÐ SPYRJA ÞJÓÐINA, voru mistök þeirra er þar sátu, og þau hin sömu mistök urðu m.a þess valdandi að þeir flokkar komust ekki aftur að valdataumum.

Eins stórhllægilegt og það nú var að fylgjast með þáverandi stjórnarmeirihluta leika tveimur skjöldum í máli þessu fram og til baka þar sem annar flokkur var andsnúinn aðild en hinn ekki, þá hefur það einnig verið vægast sagt sérstakt að sjá hluta Sjálfstæðismanna taka upp vasaklútana og tala um svik núverandi flokka í þessu máli, líkt og núverandi ríkisstjórn skyldi framfylgja stefnu vinstri flokkanna sem sátu áður, varðandi þetta eina mál. Afar sérstakt en það atriði að una lýðræðislegum meirihluta mála í sínum flokkum virðist vera nokkuð á reiki þar á bæ.

Raunin er sú að ætíð skyldi þjóðaratkvæðagreiðsla viðhöfð áður en haldið er í slíka vegferð, sem ekki var gert af hálfu fyrri stjórnarmeirihluta og eins og áður sagði þýddi það að viðkomandi var vísað frá valdataumum í kosningum.

Þar veldur hver á heldur.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


mbl.is Fagna því að umsóknin sé dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband