Hörmulegur atburður, hvað þarf til að hafa yfirsýn yfir málefni veikra einstaklinga í voru samfélagi ?

Ég votta aðstandendum mannsins sem lést innilega samúð mína sem og lögreglunni hér á landi.

Raunin er sú að úrræði gagnvart einstaklingum sem hafa tvenns konar sjúkdómsgreiningu, annars vegar geðræn vandamál og hins vegar fíkn, eru vægast sagt af skornum skammti í voru samfélagi þar sem tilhneiging kerfisskipulagsins er sú að reyna að flokka þessi vandamál í sundur í formi úrlausna hvers konar í stað þess að takast á við heildaryfirsýn yfir vandann sem slíkan.

Þegar afskipti lögreglu af málum veikra einstaklinga koma til sögu  í fyrsta skipti þarf að fara í gang ferli sem inniheldur net samvinnu félags og heilbrigðismála ásamt aðstandendum, net þar sem samvinna og samhæfing þessara aðila gagnvart  viðkomandi einstaklingi er fyrir hendi, varðandi lyfjagjöf og varðandi stöðu viðkomandi frá tíma til tíma rétt eins og heimaþjónusta til handa öldruðum.

Mikilvægi samvinnu sem slíkrar getur skipt miklu máli um yfirsýn í málefnum einstaklinga sem oftar en ekki kunna að vera félagslega einangraðir og fárveikir og kanski tímaspurning um hvernig viðkomandi rekst á sitt samfélag.

Svo mörg eru þau orð.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Farið verður yfir aðgerðir lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband