Öryrkjabandalagið getur meira en það hefur gert.

Ég óska nýjum formanni til hamingju með embættið og vona að sú hin sama tengist ekki starfi eins stjórnmálaflokks eða annars því slíkt skiptir máli þegar um heildarsamtök sem slík er að ræða.

Mín skoðun er sú að þessi samtök geti áorkað meiru en þau hafa til þessa gert.

Því miður hefur það verið hnjóður á starfi þeirra er valist hafa í forsvar hinna ýmsu hagsmunahópa og tengst hafa beint starfi stjórnmálaflokka að hafa ekki hátt þegar þeirra menn eru við valdatauma annaðhvort ríkis eða sveitarfélaga en vonandi lýður sá ósiður undir lok, þvi eðli máls samkvæmt eru öryrkjar fólk sem kýs mismunandi stjórnmálaflokka.

 

kv.Guðrún María. 


mbl.is Ellen kosin formaður ÖBÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband