Friðarsúlu í hvert sveitarfélag á Íslandi.

Ég fagna ákvörðun borgaryfirvalda í höfuðborginni að gera Yoko Ono að heiðursborgara og er sammála borgarstjóra um birtingamynd kærleiks í garð okkar Íslendinga af hennar hálfu.

Friðarsúlan hefur verið ljós í dimmasta skammdeginu hér á landi , ljós friðar og kærleika sem hefur yljað um hjartarætur og ég sakna þess að sjá ekki friðarsúluna lýsa sem íbúi á þessu svæði.

 Ég vildi sjá Friðarsúlu í hverju sveitarfélagi á Íslandi sem sannarlega myndi vekja enn frekari athygli á verkefni þessu, friðarsúlu sem ekki þyrfti endilega að vera eins og friðarsúlan í Reykjavík en eigi að síður tákn um hið sama.

 

 

kv.Guðrún María.


mbl.is „Eðlilegur þakklætisvottur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband