Að geta lesið sér til gagns.

Það skiptir vissulega miklu máli að geta lesið snemma, gagnvart öllu námi sem á eftir kemur.

Hins vegar lifum við í upplýsingasamfélagi þar sem áreiti sjónrænna miðla hafa án efa nokkuð með það að gera að bókalestur á yngri árum er ekki eins spennandi en ekki er víst að skólakerfið geti nokkuð að því hinu sama gert.

Þegar mín kynslóð minna jafnaldra nú komin yfir fimmtugt var að hefja skólagöngu þá var nýkomið sjónvarp hér á landi, en sjálf var ég svo heppin að vera læs er ég hóf skólagöngu.

Innan við fermingu las ég allt sem ég gat lesið og til var á mínu heimili svo fremi það teldist nógu áhugavert, sumar bækur sem ég lagði frá mér á þeim tíma af því þær voru ekkert spennandi hefi ég lesið nú í dag og fundist afar áhugaverðar.

Ég las upp allt bókasafnið í Þingholtunum í Reykjavík þar sem ég bjó um tíma er ég var í barnseignarfríi frá vinnu, en eftir það hefi ég ekki lesið mjög mikið, en skrifað þeim mun meira.

Nú í dag, les ég flest á netinu, það skal viðurkennt, en áhugi minn á fróðleik hefur breyst með árunum eins og gengur og gerist.

Án efa þarf að efla lestur barna með  öllu því móti sem mögulegt er og sjálfsagt er að samkeyra niðurstöður lesskimana innan allra skóla sveitarfélaga, það ætti ekki að vera mjög flókið, þar sem hver skóli hefur sínar mælingar.

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 


mbl.is Lesskimun ekki tekin saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband