Um daginn og veginn á síðsumri.

Það hefur verið ósköp notalegt að fá sólardaga hér sunnanlands undanfarið eftir rigningu á rigningu ofan lengst af.

Veðurfarið hefur óhjákvæmilega áhrif á líðan manns, það skal viðurkennt.

Nú er komin sá tími að skólar fara í gang og lífið fer inn í dagfarslega rútínu þar sem flest allir fjölskyldumeðlimir eru í prógrammi hvern dag, vinnu eða skóla.

Það er enn svolítið skrýtið að tilheyra ekki þessum hópi, þ.e, vera án þess að vinna eða vera einhvers konar prógrammi, hins vegar er það vissulega heilmikið verkefni að reyna að viðhalda lélegu heilsufari í sem bestu formi, til þess eins að geta ráðið við daglegar athafnir til handa sér sjálfum.

Þrjóskan fleytir mér áfram líkt og fyrri daginn, þess efnis að reyna að gera allt sem ég get sjálf til þess að koðna ekki niður í frekari ómögulegheit.

Allt gengur hins vegar upp og niður, sitt á hvað hjá mér með mína bakheilsu, og passleg hreyfing, ekki of mikil samt ásamt því að sleppa því að lyfta þungum hlutum ellegar erfiða of mikið í einu við eitthvað, er samspil sem er verkefni hvers dags og því til viðbótar að stilla sig af í rúminu með púðum og undirlagi til þess að reyna að sofna án verkja.

Samspil nægilega mikillar hreyfingar og umhugsun um mataræði getur komið í veg fyrir það að offituvandamál verði viðbótarkvilli við bakvesenið.

Mér finnst hins vegar afskaplega gaman að prjóna og hafa eitthvað í höndunum og þar verð ég að passa mig að sitja ekki of lengi í einu við það hið sama, þótt gamla hugsunin að klára allt í akkorði sé alltaf til staðar við allt sem maður tekur sér fyrir hendur.

Ég hef þó mína sjúkraþjálfun einu sinni í viku núna og það er prógramm sem hjálpar.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband