Nokkur orð um umhverfismál.

Getur það verið að við sjáum ekki skóginn fyrir trjánum að hluta til varðandi umhverfismálin ?

Þá á ég við það atriði að horfa á notkun einkabílsins annars vegar sem mengandi skaðvalds í umhverfi voru og hins vegar baráttu gegn vatnafslvirkjun rafmagns.

Í mínum huga er það stórt mál hvernig við getum mögulega komið því inn í vort skipulag, hvernig má með öllu móti minnka notkun einkabila milli staða og þar með eyðslu á olíu sem umhverfisskaðvaldi.

Auðvitað getum við minnkað bílana og vort skipulag er nú þegar með hvata að slíku hvað gjöld varðar en er nóg að gert í því efni ?

Ég efa það, ég held við getum gert mun meira en við gerum nú þegar í þvi efni, m.a. varðandi það atriði að niðurgreiða almenningssamgöngur enn frekar og auka enn hvata að því að nota og nýta minni ökutæki, sem og að skoða rafmagnsbíla sem framtíðarfarkosti Íslendinga.

Ekkert væri eðlilegra en það að Íslendingar gætu verið fremstir þjóða heims varðandi það að afleggja ökutæki sem eyða olíu á vegum landsins.

Vonandi verður það raunin er fram líða stundir, en menn þurfa að halda vöku sinni í þessu efni og stuðla að því að minnka eldsneytiseyðslu hvarvetna í ferli mannsins í einu þjóðfélagi, í landbúnaði, sjávarútvegi, iðnaði og öllu því er heitir notkun afls í tækjum.

 

kv.Guðrún María. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband