Vitundarvakningar er þörf varðandi geðheilbrigðismál á Íslandi.

Lengi býr að fyrstu gerð,  segir máltækið og ef ekki er hægt að verja til þess fjármunum að sinna geðheilbrigði barna, hvernig verður ástand mála þegar sömu einstaklingar vaxa úr grasi ?

Því miður ég endurtek því miður hefur tilhneigingin að hluta til verið sú að flokka sjúkdóma af andlegum toga til hliðar þar sem nægilega fjármuni virðist sjaldan að finna í þann málaflokk og nægir í þvi sambandi að nefna BUGL þar sem átak þurfti til þess að bæta annars gjörsamlega óviðunandi starfsaðstöðu þar.

Það veit hver og einn sem vill vita að það skiptir máli að taka sem fyrst á sjúkdómum hvers konar hvort sem um er að ræða andlega eða líkamlega sjúkdóma og það er spurning um langtímafjárfestingu í einu stykki kerfi að verja til þess fjármunum sem þarf til að standist lágmarksgæðastaðla um heilbrigði.

 

kv.Guðrún María. 

 


mbl.is Áhyggjur af stöðu geðheilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband