Um daginn og veginn.

Fyrsti dagurinn í nýrri sjúkraþjálfun hér á Selfossi í dag, eftir um þriggja vikna hlé í flutningum úr Fljótshlíðinni hingað.

Öll von mín um mögulega betri heilsu er í höndum minna sjúkraþjálfara og eftir þeirra leiðbeiningum hefi ég hagað mínu lífi síðustu þrjú ár.

Það er streð að standa í búferlaflutningum þegar maður getur illa og ekki borið neitt sem heitir einhver þyngd, og mega þurfa að treysta á utanaðkomandi hjálp til þess hins sama en sem betur fer á ég góða að í kring um mig sem hafa hjálpað mér og fyrir það er ég þakklát.

Hérna get ég gengið innanbæjar í mína sjúkraþjálfun ef svo ber undir og allt aðgengi að þjónustu hvers konar er auðveldara sem og styttra að fara  erinda sinna í höfuðborgina, akandi eða með almenningssamgöngum.

Það er af hinu góða.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband