Um daginn og veginn.

Leita og leita aftur að þaki yfir höfuðið eins skemmtilegt og það nú er, með svimandi háar tölur sem leiguverð á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.

Á maður að leigja þak yfir höfuðið fyrir allar manns mánaðartekjur og láta auðnu ráða hvort maður hefur í sig og á, eða pakka saman einu stykki heimili og búa í herbergi sem hugsanlega inniheldur tölur sem hægt er að ráða við ?

Það er áleitin spurning þessa dagana hjá mér, hver verður niðurstaðan á eftir að koma í ljós.

Það væri nú fróðlegt vita einhvers konar tölulega stöðu á húsnæðismarkaði, hvað sitja fjármálastofnanir með mikið af auðu húsnæði til dæmis, hve mikið á Íbúðalánasjóður og hve mikið er framboðið á markaði ?

Hefur fólki fjölgað og þarf kanski að byggja meira , eða hvað ?

 

Spyr sú sem ekki veit. 

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband