Það er svo friðsælt að vera ekki í framboði fyrir Alþingiskosningar.

Sú er þetta ritar hefur tekið þátt í pólítik og framboðum fyrir síðustu þrjár alþingiskosningar en er nú afskaplega ánægð með að vera ekki á kafi í slíki baráttu að öðru leyti en því að vera ánægður flokksmaður í Framsóknarflokknum, þar sem efnilegt og dugmikið fólk er í framboði fyrir þann flokk sem ég styð heilshugar.

Nútíma kosningabarátta inniheldur mikla vinnu þeirra sem bjóða sig fram til starfa ekki hvað síst þar sem landsbyggðarkjördæmin eru stór, landfræðilega séð og flakk milli staða hornanna á milli er mikið fyrir þá sem þar taka þátt.

Allt hefur sinn stað og tíma og ekki dettur mér það í hug að ég sjálf sé ómissandi hvað varðar það atriði að vera á kafi í stjórnmálum endalaust þótt ég muni sjálfsagt ætíð hafa skoðun á landsmálum.

Það er gott að sjá allt það unga fólk sem nú gefur kost á sér til starfa í stjórnmálum,

því ber að fagna því þeirra er framtíðin.

 

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband