Er saltpækillinn hollur fyrir öndunarfærin ?

Alveg er mér óskiljanlegt að saltpækillinn sé til nokkurra bóta í þessu efni, því það skyldi þó aldrei vera að þau hin sömu efni færu á hreyfingu og blönduðust viðbótarmagni af ösku og nagladekkjaryki innan bæjar, eftir stuttan tíma, sem aftur bætir þá á vandann í stað þess að minnka í raun.

Sjálf hefi ég nú smá samanburð varðandi það atriði að búa á öskusvæði annars vegar og í höfuðborginni snjólausri og vil meina að aska og moldrok sé illskárra en ryk sem nagladekk þyrla upp af götum borgarinnar.

Í fyrra bjó ég á höfuðborgarsvæðinu og þá var snjóavetur sem aftur var alger sæla hvað varðar lítið magn af óþverrasvifryki af völdum nagladekkja, nær fram á vor.

Ég leyfi mér hins að stórefast um það eins og áður sagði að saltpækill til að rykbinda sé af hinu góða.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 

 


mbl.is Götur rykbundnar með saltpækli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæl Guðrún

Ekki veit ég með hollustuna af saltpækli í hlutverki rykbindara en hitt veit ég að saltpækill er algjört undralyf fyrir húðina. Fyrir mörgum áratugum vann ég í fiskverkun víða um land og nokkrir af eldri köllunum voru iðulega berhentir í saltinu, jafnvel með lúkurnar á bólakafi í pækli. Eins og þeir bentu á þá var húðin á höndunum á þeim mun mýkri og unglegri en á jafnöldrum þeirra sem aldrei snertu pækil!

Brynjólfur Þorvarðsson, 20.3.2013 kl. 06:51

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Brynjólfur.

Það eru venjulega tvær hliðar á sama máli eins og þú bendir á.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 21.3.2013 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband