Menn vildu ekki tilvísanakerfi í heilbrigðisþjónustu hér á landi.......

Er það eitthvað eðlilegt að Pétur og Páll sem búa á höfuðborgarsvæðinu geti valið milli sjálfstætt starfandi geðlækna með beinu aðgengi og niðurgreiðsluþáttöku ríkisins, meðan Jóna og Margrét sem búa úti á landi hafa ekki kost á slíku ,þar sem  enginn geðllæknir starfar sjálfstætt, sökum þess að þar búa svo fáir.

Auðvitað er þetta fáránlegt system en raunin er sú að starfssemi sérfræðilækna á tá og fingri sjálfstætt á höfuðborgarsvæði, með niðurgreiðsluþáttöku ríkisins undir formerkjum " valfrelsis,  hefur aftur komið niður á kostnaði við háskólasjúkrahúsin sem og því atriði að manna þar stöður í fullu starfi.

Þarna er mismunun á ferð millum landsmanna eftir búsetu, þar sem landsbyggðin notar og nýtir grunnþjónustustig heilbrigðis, heilsugæslu sem er alla jafna eina þjónustan, en á höfuðborgarsvæðinu geta menn valið millum fjölda sérfræðinga og gengið þangað beint með niðurgreiðslu hins opinbera samkvæmt samningum við lækna.

Lyfjanotkun sem patentlausn náði nýjum hæðum fyrir hrun á veraldarvísu en hefur að ég tel breyst all nokkuð á stofnunum hins opinbera eftir hrun, en mér var kunnugt um Norðurlandamet hér eitt árið í þessum efnum en heimsmet vissi ég ekki um.

Það kemur hins vegar ekki sérlega á óvart.

 

 kv.Guðrún Maria.

 

 

 


mbl.is Á geðlyfjum árum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband