Verður Framsóknarflokkurinn stærsti stjórnmálaflokkurinn ?

Það er nokkuð síðan ég spáði því sem hér kemur fram í þessari könnun, þar sem það er einfaldlega svo að Framsóknarflokkurinn sem einn flokka varð fyrstur til þess að endurnýja í sinni forystusveit eftir hrunið, hefur með duglegum þingmönnum á þingi, staðið vörð um þjóðarhagsmuni svo mest sem verða má.

Framsóknarflokkurinn þorir að hlusta á þjóðina og leita lausna sem taka mið af þeim raunveruleika sem við blasir hverju sinni, til framfara fyrir land og þjóð.

Það kæmi mér ekki á óvart að flokkurinn myndi sigla upp að hlið Sjálfstæðisflokksins hvað fylgi varðar áframhaldandi.

Til hagsbóta fyrir land og þjóð.

 

kv.Guðrún María. 

 

 

 

 


mbl.is Framsókn bætir enn við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þetta er góð og spennandi spurning, Guðrún María, og rétt sem þú bendir á í leiðinni. Hvers vegna? Jú, fólkið í Framsóknarflokknum er út um allt land, ekki síst við virðuleg frumframleiðslustörf. Það skildi og skilur nauðsyn þess fyrir trúverðugleika að hreinsa til í leiðtoga- og framlínusveit flokksins eftir bakföll umbrotatímans undanfarin áratug. Það er meira en hægt er að segja um slík mál í sumum öðrum gömlum flokkum.

Kristinn Snævar Jónsson, 27.2.2013 kl. 08:34

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Kristinn og takk fyrir innlitið, mikið rétt.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.2.2013 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband