Evrópusambandið mun liðast í sundur.

Þegar yfirstjórnunarvaldið kostar of mikið í þessu sambandi þá er aðeins ein leið til staðar, þjóðirnar munu draga sig út úr því hinu sama, og það atriði hvert stefnir, ætti að vera augljóst nú um stundir.

Hvað okkur Íslendinga varðar þá er aðildarumsókn okkar að þessu bandalagi nú pólítiskt viðundur í raun, gjörsamlega á skjön við hagsmuni hvers konar.

Núverandi ríkisstjórnarflokkar hafa gengið þessa vegferð kostnaðar á kostnaðar ofan að standa í viðræðum um aðild að bandalagi sem ef til vill verður ekkert þegar fram líða stundir og meirihluti þjóðarinnar hefur ekki áhuga á að taka þátt í.

kv.Guðrún María.


mbl.is „Geta ekki valið það besta úr ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek fyllilega undir með þér GMaría.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.1.2013 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband