Forgangsröðun heilbrigðisþjónustu hvað fjármagn varðar hefur lengi þurft skoðunar við.

Mér best vitanlega hefur aldrei verið farið í það verkefni í alvöru að fullmanna grunnþjónustu við heilbrigði til handa landsmönnum öllum hér á landi, heldur verið treyst á það að viðhalda sama systemi og verið hefur þar sem sjúkrahús ellegar sérfræðilæknar á fjölmennari svæðum taki fallið af skorti á heimilislæknum.

Þegar flatur niðurskurður kemur síðan á línuna þá eru góð ráð dýr.

Að sjálfsögðu skyldi grunnþjónustu , þ.e hin ódýrasta þjónusta vera aðgengileg til handa öllum en ekkert hefur verið aðhafst í því þótt fjöldi manns sé ár eftir ár án heimilislækna, hér á landi, því miður.

Íslenska heilbrigðiskerfið skortir enn samhæfingu og samvinnu, þótt ýmislegt hafi færst til bóta í því efni þá má betur gera.

kv.Guðrún María.


mbl.is 4.000 án læknis fyrir norðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband