Gleðilega jólahátíð.

Blessaður aðfangadagur að kveldi komin með sinni kyrrð og friði, eftir amstur og umstang í aðdraganda jóla.

Jólin eru alltaf yndislegur tími þar sem við finnum barnið í sjálfum okkur og kærleikurinn hinn eðlislægi eiginleiki barnsins endurspeglast í athöfnum öllum, kring um jólahátíðina.

Í nótt loga ljósin hjá mér á göngunum eins og ég hefi ætíð haft til siðs á jólanótt, en þjóðtrúin er sterk og það sem við ölumst upp við, það tileinkum við
okkur síðar á ævinni.

Kærleikur jólanna er í mínum huga eitthvað sem er andleg næring mannssálinni, við það að halda upp á fæðingarhátið frelsarans.

Ætíð munum við gera það af mismunandi efnum og aðstæðum í lífi okkar hverju sinni, en kærleikurinn og viljinn til þess að rækta hann er og verður ætíð það ljós sem lýsir á helgum jólum.

Ljós sem kviknar árlega í hjörtum mannanna.

Óska öllum gleðilegrar jólahátíðar.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband