Ţjóđin skyldi skattlögđ út úr efnahagshruninu, úrrćđi vinstri manna viđ stjórnvölinn.

Ţćr kolröngu ađferđir sem núverandi valdhafar hafa iđkađ viđ stjórnvölinn, ađ auka skatta í stađ ţess ađ lćkka ţá hina sömu í kjölfar efnahagshruns, mun seint líđa landsmönnum úr minni.

Raunin er sú slíkt hefur ekki ađeins aukiđ fátćkt almennt, heldur einnig sett bremsu á hjól atvinnulífsins sem aftur er bein leiđ til stöđnunnar.

Alls konar niđurskurđur á ţjónustu hér og ţar undir formerkjum gífurlegs sparnađar sem króna og aura á blađi til ađ guma sig af fyrir nćstu kosningar er eitthvađ sem ekki tekur miđ af fjögun fólks í landinu nema ţađ kjörtímabil sem viđkomandi valdhafar hafa til umráđa í umbođi kjósenda.

Rándýrt lýđskrum allra handa um nýja stjórnarskrá sem patentlausn mála allra er boriđ á borđ fyrir landsmenn á sama tíma og fötluđu fólki er vísađ á götuna, öldruđum sagt ađ borga hćrri skatta og bíđa og bíđa og biđa eftir ţjónustu sem ţeir hinir sömu hafa greitt fyrir međ sköttum gegn um tíđina.

Ríkiđ reynir ađ yfirfćra vanda atvinnuleysis á skuldug sveitarfélög međ málamyndaađgerđum sem milliliđir allra handa hirđa megintekjur af.

Allt miđast viđ ađ leggja á nógu háa skatta alveg burtséđ frá afleiđingum ţess hins sama, bara ef hćgt er ađ sýna tölur á blađi, sem síđan skal blađrađ um fyrir nćstu kosningar sem gullbrjóstsykur fyrir kjósendur.

Ţví miđur.

kv.Guđrún María.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Mikiđ rétt GMaría ţetta er kolröng röđun og vitlaust fariđ í allt, svo sorglegt ţví ţau höfđu svo sannarlega fólkiđ međ sér í upphafi. En ţađ er allt fariđ út í buskan.

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 17.11.2012 kl. 13:27

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband