Það er ekki sama hvernig stjórnarskrá er breytt.

Ég fagna því mjög að sjá þetta framtak þeirra Águstar og Skúla og við fyrsta lestur líta þessar tillögur sem þarna eru á ferð mun betur út en það sem ég hefi séð af tillögum stjórnlagaráðsins sem skipað var af stjórnvöldum.

Hvers konar breytingum á stjórnarskrá þarf sannarlega að stilla í hóf því ellegar sitjum við uppi með ómarkvissa umgjörð um lagaumhverfi í landinu þar sem endalaus dómsmál um misvisandi lög við stjórnarskrá eru afleiðing þess að orðavali hefur ekki verið stillt í hóf í því efni.

Ég hvet alla til þess að kynna sér þessar tillögur.

kv.Guðrún María.


mbl.is Leggja fram tillögu um stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já ég fagna þessu líka og ætti að leggja þessi drög fyrir þjóðina sem val á móti þessari Stjórnarskrá sem Ríkisstjórnin lét gera og gefa almenningi rétt á því að hafna eða samþykkja aðra hvora eða Þjóðin haldi gildi á þeirri Stjórnarskrá sem fyrir er og er búinn að reynast okkur vel hingað til...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.8.2012 kl. 08:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér lýsí t ekkert á framsalsheimildina í drögunum stjórnlagaráðs,    hún er stórhættuleg í höndum JS og SJS.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2012 kl. 09:23

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sælar Ingibjörg og Cesil, já þessi tillaga hefði átt að vera valkostur en fáránleiki þess að setja tillögur ráðsins fyrir þjóðina óræddar frá þingi er alger.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.8.2012 kl. 23:31

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já en það er sennilega okkar gæfa að það var ekki gert, því margir hefðu samþykkt hana á þeim tíma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2012 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband