Refurinn er eins og markaður án landamæra.

Detti mönnum það i hug að það sé bara hægt að hætta því að halda refum í skefjum þá er það ekki svo, því rándýrið refurinn er eins og markaður sem enginn hefur mörkin.

Þetta er sennilega fimmta eða sjötta bloggið sem ég skrifa, ár eftir ár, til þess að reyna að minna menn á það að refum þarf að halda í skefjum, eins og minkum ef vilji er til þess að viðhalda búskap með kindur sem og náttúru og fuglalífi á landinu.

Samræmdar aðgerðir stjórnsýslustiganna tveggja, ríkis og sveitarfélaga þarf því að vera að finna í þessu efni, ekki eftir nokkur ár, heldur þetta ár, sem árin framundan.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hefur misst 173 lömb í tófuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er undarleg náttúruvernd í því að verja það sem rústar henni, Guðrún.

Þannig starfar mhverfisráðherra og auðvitað fylgir allt blýantsliðið henni eftir.

Innfluttur vargur fær friðhelgi svo hann geti í ró og næði útrýmt öllum innlendum fugli, svo hann geti lagt í eyði heilu byggðirnar og gert með öllu útilokað að halda uppi búskap í þeim.

Þegar sjófuglar hryna niður af fæðuskort, er lagt á bann við að veiða hann, svona eins og bóndi sem myndi stækka hjá sér fjárstofninn þegar illa heyaðist!

Í bændablaðin sem kom út fimmtudaginn 26. síðastliðinn, er góð grein eftir Indriða Aðalsteinsson, bónda á Skjaldfönn við Djúp. Greinin heitir " Svandís - NEI TAKK" og er á bls. 26 í blaðinu.

Bændablaðið

Gunnar Heiðarsson, 28.7.2012 kl. 08:44

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gunnar.

Þetta er stóralvarleg þróun sem hefur átt sér stað í þessum efnum undanfarið, þróun sem furðu sætir að skuli eiga sér stað.

Þarf að skoða Bændablaðið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.7.2012 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband