Augnablikssýn á íslenskt samfélag og stjórnarfarið.

Hvernig er stjórnarfarið í einu landi í kjölfar efnahagshruns ?

Það birtist með ýmsu móti, en þó einkum á þann veg að líkt og fyrri daginn er tilhneigingin til þess að spara aurinn en kasta krónunni í alls konar ákvarðanatöku frá því smæsta upp í það stærsta, alls ráðandi, með það yfirmarkmið að setja fram rekstarlegar tölur sem geta verið viðkomandi yfirvöldum þóknanlegar svo nái endurkjöri næsta kjörtímabil, líkt og ekki komi annað kjörtímabil síðar.

Til dæmis hamagangur Reykjavíkurborgar þess efnis að sameina skóla á stóru svæði og lágmarka þjónustu íbúa í heilum hverfum sem upphaflega byggðust sem eining, undir formerkjum sparnaðar, gott dæmi um það að spara aurinn en kasta krónunni, sökum þess að þar sem samfélagsþjónusta sem slík er skorinn niður verður verðfall á eignum íbúa og hnignun þeirrar einingar sem átti að byggja sem samfélag.

Annað dæmi má finna þessa efnis hér í mínu bæjarfélagi, þar sem hamagangur gagnvart öryrkjum og efnalitlu fólki þess efnis að henda þeim úr leiguhúsnæði á vegum bæjarins vegna skulda þar sem vísitölutengdar hækkanir eru innifaldar á hverri krónu sem viðkomandi skuldar, ásamt dráttarvöxtum hafa sinn framgang með viðbótar stjórnvaldsákvörðunum um aukinn kostnað við lögfræðiinnheimtu, sem hækkar skuld viðkomandi sem ekki er líklegt að hafi meiri greiðslugetu við það hið sama.

Hinir sömu aðilar telja að þeir standi sig vel við innheimtuaðferðir án íhugunnar um að vandi efnalítilla fjölskyldna fer ekkert við að flytja hann til með því að henda fólki út en vissulega geta menn sýnt fram á hreyfingu á biðlistum eftir húsnæði sem slíku, en líklegt er að þeim efnaminni sem hvorki hafa getað keypt eða leigt, á almennum markaði, sé þá nauðugur sá kostur að búa í tjaldi og munu þá rísa tjaldbúðir.

Með öðrum orðum menn eru afskaplega uppteknir um að vanda sig við það að spara aurinn en kasta krónunni, sópa vandanum undir teppið í stað þess að taka á honum og finna úrlausnir.

Eðli máls samkvæmt er það algalin leið að hækka skatta í kreppu, til þess eins að ríkisreikningurinn líti vel út á blaði, þótt fólkið i landinu geti ekki lifað í þessu skattaumhverfi.

Þveröfug aðferð þ.e að lækka skatta í slíku ástandi er aftur á móti hvetjandi aðgerð í þá veru að örva hagkerfi sem þarf að byggja upp og halda fyrirtækjum gangandi sem bjóða vinnu og þar af leiðandi minna atvinnuleysi við lýði og hækkandi tekjustig.

Það hefur verið mjög fróðlegt fyrir okkur Íslendinga að kynnast hagstjórn hér á landi sem hefur annars vegar komið frá hægri ríkisstjórn og hins vegar vinstri stjórn undir somu formerkjum eigi að síður hvað varðar það sem ég vil kalla núllþráhyggju í ríkisbúskapnum varðandi það að enginn þorir að skulda eina krónu þar á bæ til þess að byggja upp framtíðina og núverandi kynslóð á vinnumarkaði skal hvoru tveggja bera brúsa efnahagslegrar niðursveiflu og rýrnunar fjármuna ásamt aukinni skattlagningu samtímis.

Þetta er min augnablikshugleiðing um vort stjórnarfar hér á landi í dag.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband