Sjálfsskipaðir öfganáttúruverndarsinnar hafa gengið í hring.

Við Íslendingar höfum borið gæfu til þess að nota og nýta landið gegnum tíð og tíma og við eigum að gera það áfram okkur til handa, með vatnsafli og jarðvarma sem sannarlega mun verða okkar fjársjóður í framtíð allri, sökum þess að sjálfbær orkuframleiðsla er langt frá því að vera sjálfsagður hlutur hjá þjóðum heims.

Það er engin heil brú í því að fjármunum hafi nú þegar verið kostað til rannsókna og undirbúnings á virkjunarkostum sem síðan á að henda út um gluggann í einhverri pólitískri flokkun undir formerkjum öfgaumhverfisverndar.

Mín skoðun er sú að hluti öfgaumhverfisverndarsinna hér á landi hafi gengið í hring þar sem tilgangurinn helgar ekki lengur meðalið og gal og gap af pólítiskum toga má líkja saman við það sem oft hefur gert grín að, er bændur voru á móti símanum forðum daga.

Því miður.

kv.Guðrún María.


mbl.is Markmiðum um sjálfbæra uppbyggingu stefnt í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband