Um 70% þjóðarinnar eru andsnúin aðild að Evrópusambandinu, hvers vegna er aðildarumsókn í gangi ?

Hvort sem mönnum líkar betur eða ver þá er andstaðan við aðild að Evrópusambandinu verulegur meirihlutavilji íslensku þjóðarinnar og því með ólíkindum að sitjandi stjórnvöld í landinu hafi þvíngað aðildarumsókn gegnum Alþingi Íslendinga án þess að áður færi fram atkvæðagreiðsla meðal þjóðarinnar um það hið sama mál.

Raunin er sú að nákvæmlega svona pólítskar aðferðir sem kosta ofurfjármuni er hent fram úr erminni í pólítískri þjónkun við eitt stykki stjórnmálaflokk sem hefur haft þetta mál á sinni pólítisku stefnuskrá, einn flokka hér á landi og komst í forsvar núverandi ríkisstjórnar.

Hvers konar málamyndasjónleikur um lýðræðisvilja núverandi valdhafa blikna þegar þetta mál er skoðað þar sem íslenska þjóðin var ekki spurð um vilja til þess að sækja um aðild.

kv.Guðrún María.


mbl.is Mikill meirihluti vill ekki í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er engin aðildarumsókn í gangi, það er aðlögunarferli í gangi.  Það er verið að aðlaga íslensk lög og reglugerðir að ESB

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2012 kl. 03:01

2 identicon

Ég vil benda þér á að helvítis Framsóknarflokkurinn og helvítis Sjálfstæðisflokkurinn höfðu inngöngu líka á sinni stefnuskrá áður en þeir töpuðu í síðustu þingkosningum. Þeir töpuðu vegna þess að þessir tveir helvítis flokkar settu landið á hausinn. Lífskjör á Íslandi eru fín og batna bara með inngöngu í ESB. Komdu með eitt atriði sem verður neikvætt fyrir íslendinga við inngöngu í ESB. Ég bíð.

PS (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 03:06

3 identicon

Háværi minnihlutinn tapar öllum sínum orrustum.

ekkert fjárans esb hér (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 06:56

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Jónu Kolbrúnu það er enginn samningur í gangi aðeins innlimunarferli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2012 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband