Leiksýning ársins í boði ríkisstjórnarinnar í gærkveldi.

Hefðu ríkisstjórnarflokkarnir ætlað sér láta stjórnarskrárhugmyndir ná fram að ganga á þessu þingi þá hefði efnisleg umfjöllun verið hafin.

Svo var ekki, enda málið allt í miklum ógöngum frá upphafi til enda.

Það var því afskaplega hentugt að setja málið á dagskrá í tímaþröng þannig að vel mögulegt væri fyrir stjórnarandstöðu að tala málið út af borðinu í bili, og ríkisstjórnin gæti á sama tima aflað sér vinsælda með því að þóst hafa ætlað að setja málið í skoðun samhliða forsetakosningum.

Þetta kom vel fram í umræðunni í gær þar sem utanríkisráðherra varð á að saka menn um malþóf áður en framsaga hafði farið fram um málið.

Svo hitnaði auðvitað í kolunum og allra handa gaspur og gífuryrði flugu um sali.

Með öðrum orðum, leiksýning ársins, sem endaði vel.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ekki kosið samhliða forsetakjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þetta er síðasta leiksýning Stjórnaflokkanna..Ríkistjórnin er í dauðateijonum..

Vilhjálmur Stefánsson, 31.3.2012 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband