Stórfurðuleg niðurstaða Persónuverndar, hvað með aðra sérfræðilækna ?

Sé það virkilega svo að lýtalæknar heyri ekki undir Landlækni í landinu, hvað þá með aðra sérfræðinga í læknastétt ?

Þurfa þeir ekki að gefa Landlækni upplýsingar um framkvæmdar aðgerðir ?

Hver er eftirlitsaðili með starfssemi lýtalækna ef ekki Landlæknir ?

Niðurstaða Persónuverndar er mér óskiljanleg í þessu efni.

kv.Guðrún María.


mbl.is Landlæknir fær ekki upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Læknar eru bundnir trúnaði. Landlæknir gat ekki sýnt framá að hann þyrfti þessar persónugreinanlegu trúnaðarupplýsingar eða hefði lagaheimild til að krefjast þeirra. Það er enginn að halda þeim upplýsingum frá landlækni sem hann þarf til að gegna sínu starfi. En þegar einhver smákóngurinn telur sig getað heimtað persónugreinanlegar trúnaðarupplýsingar bara fyrir forvitnis sakir og án lagaheimildar þá á persónuvernd að taka í taumana. Athugaðu það að landlæknir er bara embættismaður skipaður af ráðherra, skrifstofublók sem þarf ekki endilega að vera læknir, titillinn er villandi. Landlæknir er bundinn svipuðum trúnaði og formaður ferðamálaráðs. Á formaður ferðamálaráðs að fá óheftan aðgang að þínum sjúkraskýrslum ef forvitni hans vaknar?

sigkja (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 01:31

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hér er um að ræða réttindi sjúklinga þess efnis að eftirlitsaðili með heilbrigðisþjónustu hafi yfirsýn yfir framkvæmd læknisverk þar sem álitamál geta komið upp í því efni, til dæmis vegna óhappatilvika.

Starfsleyfi lækna skyldi bundið þeim skilyrðum að upplýsingaskyldu til eftirlitsaðila Landlækni í þessu tilviki sem lögum samkvæmt er sá aðili, sé sinnt.

Það eru hagsmunir sjúklinga.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.4.2012 kl. 00:33

3 identicon

Þá þarf eftirlitsaðilinn að vera bundinn sama trúnaði og læknarnir, starfsfólk landlæknis er það ekki. Hann þarf að sýna fram á að hann þurfi upplýsingarnar, landlæknir gat ekki sýnt fram á það. Og hann þarf að sýna fram á hvað hann ætlar að nota upplýsingarnar, landlæknir gat ekki svarað því.

Landlæknir getur sinnt öllu því eftirliti sem honum er ætlað, fékk allar þær upplýsingar sem þurfti til að sinna sínu starfi og þörfin til að ganga á rétt sjúklinga var ekki fyrir hendi.

Og það hefur komið fram að það voru konur sem báðu sína lækna um að brjóta ekki trúnað þegar forvitni vaknaði á skrifstofu landlæknis.

Flestir læknar telja sig fyrst og fremst bundna trúnaði við sína sjúklinga ekki einhverja embættismenn sem ráðherra skipar. Enda væru ráðherrarnir sjálfsagt með sjúkrasögu stjórnarandstöðunnar opnar á sínum borðum ef hinn pólitískt skipaði landlæknir hefði óheftan aðgang og ekki spurning hvort heldur hvenær þær kæmu í DV.

sigkja (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 04:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband