Núgildandi stjórnarskrá er betri en hugmyndir um breytingar.

Telji einhver að þær hugmyndir að breytingum á stjórnarkránni séu til þess fallnar að skýra umgjörð laga hér á landi, frá þeirri stjórnarskrá sem nú er í gildi, þá þætti mér vænt um að heyra þau hin sömu sjónarmið, en þau get ég ekki séð, því miður, heldur þvert á móti.

Ég sagði það um daginn og segi það enn að menn skyldu ekki vaða út í eitthvert lýðskrum varðandi þessi mál og það atriði að setja fram ráðgefandi skoðanakönnun samhliða forsetakosningum, meðan engin efnisleg umræða hefur farið fram á Alþingi um tillögur þessar af hálfu þingsins er fáránlegt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Greiðslan fyrir stuðning Hreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Minn Hugur

Stjórnarskráin þarf ekki breytingar! Það mætti kannski endurrita hana á málísku sem passa betur nútímasamfélagi en án allra breytinga.

Þegar stjórnarskráa málið byrjaði var ég sammála því að það þyrfti að setja upp skírarakerfi sem stjórnmálamenn og konur ættu að fara eftir. Eftir að ég fylgdist með aðdraganda kosninga til nefndar sem átti að sjá um breytingar á stjórnarskránni þá fór ég að lesa hana og verð ég að viðurkenna að hún er ekki létt lesefni en það er engin sérstök ástæða til að breyta henni nema kannski að rita hana á einfaldari málísku.

Þegar að ákveðið var að setja af stað korsningar í þessa blessuðu nefnd sem átti að sjá um breytingar á stjórnarskránni fór stór hópur manna og kvenna að bjóða sig fram og voru allir með nákvæmlega sömu áherslur. Þannig að ég fór að setja inn spurningar á blogg og facebook notendur þessara aðila og fékk ég bara sömu svör og loforð þeirra gáfu til kynna. Ég fór þá að benda fólki á það að það væri ekki hægt að leysa vandann með því að gera sér bara grein fyrir honum heldur yrði fólk að geta séð lausnir og þar með rökstutt sitt mál. Ég varð fyrir aðkasti og ljót orð hrundu yfir mig því fólk hafði engar lausnir né rök fyrir sínu máli, ég sá það þó að margir sem ég setti út á í aðdraganda kosninganna urðu ekki í framboði sem gladdi mig. Ég álikta að þeir sem hættu við hafi áttað sig á því að þeir raunverulega vissi ekki mikið um stjórnarhætti né stjórnarskránna eða þeir hafi heyrt upplestur hennar eða lesið hana og áttað sig á því að breytingar á henni voru ekki þarfar.

Satt að segja þá vaknaði sú hugsun hjá mér að þeir sem voru að bjóða sig fram sæju þarna feitan bita sem gæti komið þeim í góðan pening eða möguleika á einhverskonar "valdastöðu" og því skipti ekki máli hvað væri gert við stjórnarskránna bara að þau fengju að vera með.

Það þarf ekki að endurgera stjórnarskrána heldur þarf að hafa hana skírari og fara eftir henni!

Minn Hugur, 23.2.2012 kl. 11:52

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.2.2012 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband