Um daginn og veginn.

Ósköp er ég stundum þreytt á því að geta ekki það sem ég gat áður en ég rek mig stundum á veggi hér og þar og þannig verður það víst að vera, því ég læri jú hvar mörkin liggja í þvi hinu sama.

Lífið heldur áfram þótt maður sjálfur sé eins og maður er og maður þarf að aðlaga sig því hinu sama með þeim takmörkum sem þarf þar að lútandi.

Ég er búin að detta ofan í prjónaskap sem drepur tímann og ég hef gaman af en það þýðir að passa sig samt á þvi að sitja ekki of lengi í einu við það.

Hvers konar ferðalög milli staða undanfarið hefur þýtt það að mest öll orka fer í eitt ferðalag í snjóaveseni þvi sem við höfum haft, fyrir mig.

Leggjast og hvíla sig eða fara í bakbeltið eru mín meðul við verkjaveseninu sem hreyfingin orsakar, verkjalyf tek ég ekki nema ég sofi ekki vegna verkja.

Er núna búin að vera i sjúkraþjálfun tvisvar í viku frá lokum nóvember 2010, og það hjálpar vissulega, en ég bíð eftir göngufæri til að geta farið út að ganga, því til viðbótar.

Ég má ekki hlaupa, bara ganga en má ganga eins mikið og ég treysti mér til.

Ég er í raun mikið náttúrubarn og lít svo á að alls staðar getum við notið náttúrunnar einnig hér á höfuðborgarsvæðinu, eins og í minni fallegu sveit milli sanda.

Hafnarfjörðurinn er náttúruparadís, og ekkert er betra en að labba meðfram læk með sinn lækjarnið sem er innan seilingar í mínu nánasta umhverfi.

Allt spurning um að koma sér út úr húsi til þess arna.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ Guðrún María mín leitt að heyra. Heilsan er eitthvað það dýrmætasta sem maður á og hefur.  Vonandi tekst þér að vinna þig út úr verkjunum  og komast til betri heilsu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 12:53

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Móðir mín heitin sagði :"MAÐUR GERIR SÉR EKKI GREIN FYRIR HVE HEILSAN ER MIKILS VIRÐI FYRR EN MAÐUR MISSIR HANA".  Þetta er alveg rétt maður lítur á það sem sjálfsagðan hlut að maður geti klætt sig á morgnana og ýmislegt annað en það er ekki sjálfsagður hlutur.  Þú átt alla mína samúð og ég óska þess að þú náir þér sem allra fyrst og best.

Jóhann Elíasson, 28.1.2012 kl. 13:12

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég segi eins og þau hér að ofan. Mikið rosalega er leitt að þér líður illa. Ertu ekki með bíl eða geturðu ekki keyrt? Það er rosalega hált núna og ég vona að þú farir ekki að brölta í hálkunni. Það er rétt að fólk metur kannski ekki heilsuna nægilega mikið fyrr en hún er farin að gefa sig enda höldum við kannski að það sé hið eðlilega ástand líkamans. Ég hef þó alltaf verið þakklát fyrir hve ég hef verið heppin enda nærtæk veikindadæmi til að minna mig á það. Ef þú ert í vandræðum GMaría ekki hika við að hafa samband. Bestu óskir um góðan bata Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.1.2012 kl. 22:45

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl öll og takk fyrir falleg orð.

Stundum er gott að pústa úr sér og ég geri það af og til.

Það er rétt að enginn veit hvað heilsan er dýrmæt fyrr en upplifun af að tapa hluta af henni er fyrir hendi.

Slysin gera ekki boð á undan sér og þetta slys sem ég lenti í var dropinn sem fyllti mælinn með mitt bak, þar sem ég hef ekki náð fyrri styrk til baka, ennþá en ég hætti ekkert að vona það að verða betri. Tíminn mun leiða það í ljós.

Aftur takk fyrir falleg orð.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.1.2012 kl. 23:39

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér allt í haginn Gmaría mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.1.2012 kl. 23:42

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Cesil mín.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.1.2012 kl. 00:08

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gangi þér allt hið besta mín kæra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2012 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband