Ævarandi skömm fyrir ráðamenn Reykjavíkurborgar núverandi.

Það er mikið rétt hjá Sr.Karli að ráðamenn í Reykjavík hafa gengið langt í forræðishyggju varðandi það atriði að ráðast að siðum og venjum einnar þjóðar, undir formerkjum þess að virða rétt minnihlutahópa í landinu.

Slíkar tilraunir dæma sig sjálfar og hver sá sem kýs að ganga slikra erinda á ekki erindi við stjórnvöl ríkis og sveitarfélaga í komandi framtíð.

Virðing ráðamanna í Reykjavík gagnvart kristinni trú er í raun ekki fyrir hendi, varðandi þær stjórnskipulegu framkvæmdir sem þar hafa fengið brautargöngu, en höfuðborgin sker sig þar frá öllum öðrum sveitarfélögum á Íslandi.

Þar er þvi um að ræða ævarandi skömm þeirra sem komið hafa að málum.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ganga langt í forræðishyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég er ekki allveg sammála þér.

Það að neyða einhverju uppá ómálga börn er mannréttindabrot.

Að neyða ómálga börn í trúarsöfnuð er forræðishyggja af öllu verra tagi en því sem borgarstjórn hefur ákveðið. Þetta er forræðishyggja sem hefur viðgengist um aldir og þú vogar þér að kalla það "siði og venjur"

Ég kalla þetta ósiði og forræðishyggju og þarf biskup að gæta orða sinna þar.

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 28.11.2011 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband