Mun leitin að sökudólgum bankahrunsins , byrgja sýn á framtíðina ?

Hér er banki um banka frá banka til banka.... og milljarður um milljarð frá milljörðum til milljarða... sem þennan eða hinn er hægt að tengja við.

Þessi umræða dynur enn í eyrum vorum dag eftir dag og stundum dettur manni það í hug að fjölmiðlar séu svo pikkfastir á málamyndatilraunum til þess að gera upp hrunið að það hið sama kunni að vara næstu áratugina, miðað við áherslupunktana í umræðunnni á stundum.

Raunin er nú sú að annar stjórnarflokkurinn sem situr nú við valdataumana í landinu sat í hrunstjórninni og þar áður var stjórn sem landsmenn allir kusu til valda, á þeim stjórnartíma.

Með öðrum orðum við vorum andvaralaus um stjórnarfarið og dönsuðum með þar til dansleiknum lauk, en það er ekki nóg að koma síðar og heimta nýjan dansleik þegar hljómsveitin er hætt og enginn nennir að spila á hlutabréfamarkaði ofursettra yfirvæntinga allra handa.

Það er hins vegar slæmt ef leitin að sökudólgum til að skella skuldinni á, kann að byrgja okkur sýn á framtíðina.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband