Ætlum við að láta söluaðila tækninýjunga stjórna okkur ?

Ég hef ekkert að gera við spjaldtölvu, frekar en síma með snertiskjá sem tengdur er netinu, bara ekki nokkurn skapaðan hlut.

Mér nægir einfaldur farsími sem hægt er að hringja í mig og ég get hringt úr, punktur.

Mér nægir einnig að vera tengd netinu heima hjá mér og þar sem ég stíg fæti mínum niður til verustaðar.

Þetta er hins vegar mitt viðhorf á hlutina þar sem ég lít svo á tækni sú sem til staðar er þurfi að nýtast okkur og það atriði að henda peningum í það að kaupa óþarfar tækninýjungar sé álíka því að borða óholla fæðu og sitja uppi með afleiðingarnar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Spjaldtölva jólagjöfin í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þeir stjórna okkur nú þegar. Og sumt af tækninýungunum eru góðar, aðrar bara gagnsausar.

Ég er t.a.m. með svona iPhone. Hann var keyptur af því hann fékkst í fjölskyldutilboði frá símfyrirtækinu. En úr honum get ég hringt heim til Íslands í gegnum Skæp. Eitthvað sem mér hefði ekki dottið í hug áður, hringja mjög ódýrt og í þokkabót geta séð ættingja og vini á skjá.

Fyrst þegar ég fór til Bandaríkjanna kostaði heila formúu að hringja eitt símtal heim. Þá voru símtölin hallóbless. Nú horfir maður á RÚV í spjaldtölvunni.

En ef einfaldur farsími dugar, þá er það bara flott mál.

Hitt er líka að þessi tæki bjóða upp á svo mikið að maður verður að setja þau frá sér til að anda. Og ég held það sé ágæt regla að hafa einn stað þar sem maður er á tölvunni. Þegar maður vinnur í öðrum hlutum en í gegnum tölvur.

Ólafur Þórðarson, 23.11.2011 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband