Skattalækkanir hefðu örvað hagvöxt á tímum samdráttar.

Til þess að koma einu stykki hagkerfi í gang, átti að lækka skatta en ekki hækka, á tímum samdráttar, það var vitað mál.

Sú leið var ekki valin og boginn þaninn til fulls í formi alls konar gjaldahækkana sem aftur verður til þess að allt of miklar upphæðir skila sér illa eða ekki, og staðnað hagkerfi er til staðar að vissu leyti.

Ofsköttun veldur því að stoppa þarf í götin hér og þar sífellt ár eftir ár, allra handa, þar sem sértækar aðgerðir eru settar á fót til að koma til móts við þennan hóp eða hinn, sitt á hvað.

Það verður fróðlegt að sjá hversu mörg prósent umsvif hins opinbera eru eftir tíð þessarar ríkisstjórnar þegar upp er staðið.

kv.Guðrún María.


mbl.is Hærri skattar skila sér lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband