Hvers konar hamfarir geta valdið neyðarástandi, eðli máls samkvæmt.

Ég leyfi mér nú að treysta Vegagerðinni til þess að finna bestu mögulegar lausnir varðandi það atriði koma á vegasambandi að nýju yfir Múlakvísl.

Ég verð að játa það að mér finnst þessi yfirlýsing samtaka ferðaþjónustu svolítið sérkennileg sökum þess að menn vita að alltaf skapast neyðarástand þegar hamfarir verða og á það ekki einungis við um ferðaþjónustu heldur samfélagið allt.

Ekki er ég alveg viss um að það breyti miklu með afbókanir ef farið verður að ferja menn yfir ána, skaðinn er skeður og menn vita af honum, en vonandi kemst á vegasamband sem fyrst öllum hlutaðeigandi til handa.

kv.Guðrún María.


mbl.is Neyðarástand í ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband