Hrunadansinn í íslenskri pólítík.

Meira og minna hefur það verið viðkvæðið frá því að vinstri flokkarnir settust við valdatauma, að þeir væru " góða ríkisstjórnin " þar sem hrunið væri hinum að kenna, líkt og þeir sjálfir hafi ekki verið þáttakendur í pólítik.

Hin " góða " rikisstjórn hefur nú lagt slíkar álögur og skatta á landsmenn að aldrei hefur áður nokkuð viðlíka sést á byggðu bóli, en stjórnin ætlast til þess að sama tíma að hagkerfið dafni við það hið sama, sem það gerir ekki.

Aðalmarkmiðið virðist vera að reka ríkissjóð á núlli í kreppunni, en láta heimilin borga kolvitlaus lánakjör hins yfirtoppaða loftbóluþjóðfélags fyrir hrun, þannig að fjármálafyritækin tapi sem fæstum krónum.

Kjarasamningsgerð á vinnuarkaði er eins konar sjónarspil rétt eins og fyrri daginn því áður en launahækkanir koma i hús, hefur verðbólgudraugurinn kveðið dyra á sinni rándýru drossíu verðtryggingunni.

Það er með ólíkindum að við Íslendingar skulum hafa sætt okkur við verðtryggingarvitleysuna öll þessi ár, og jafn stórfurðulegt að Alþingi skuli engu hafa áorkað til breytinga í þessu efni, áratugum saman.

Nú um stundir er eitt stykki nefnd að skoða verðtryggingu, skyldi hún komast að því að taka hana af dagskrá ?

Það verður fróðlegt að sjá.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband