Arðbær sjávarútvegur hlýtur að byggja á vitund um lífríki sjávar.

Hvað vita menn um ástand lífríkis sjávar kring um landið, varðandi viðgang og vöxt fiskistofna til framtíðar ?

Getur það verið að vitneskja um hafsbotninn sé í algjöru lágmarki sem og rannsóknir á áhrifum veiðarfæra í núverandi kerfi fiskveiða hér á landi ?

Hve mörg prósent islenska fiskiskipaflotans veiðir með þungum botnveiðarfærum
sem raska lífríki sjávar á hafsbotni ?

Hversu langt upp að landsteinum er veitt með þungum botnveiðarfærum ?

Hve mikinn tíma árs ?

Hversu mikill hluti íslenska fiskiskipaflotans, hve mörg prósent, getur talist stunda sjálfbærar veiðar ?

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þetta er góð hugleiðing Guðrún og þörf þar sem það skaðar umræðuna um fiskveiðistjórnina þegat menn eru að karpa um veiðarfærin.

Eins og menn vita sem stundað hafa lax og silungsveiði í ám er fiskurinn í langflestum tilfellum alltaf á sömu stöðunum. Sama á við um fiskinn í sjónum. Svo togskipin draga rokk-hoppera sína og fótreipi alltaf í sama farinu á sömu blettunum og alltaf kemur fiskurinn á þessa sömu bletti aftur og aftur.

Ég tel í sjálfum sér gott að trollin séu dregin sem víðast og haldi botninum hreinum af aðskota hlutum og væri að mínu viti ekkert sem mælti gegn því að í stuttan tíma á ári væri troll leyft á grunnskóðinni en það er bara mín persónulega skoðun. Eftir að frjálsar handfæra veiðar voru aflagðar tel ég að grunnslóðin sé van nýtt sem er ekki af hinu góða.

Varðandi kóralbletti á karfaslóð mætti gera gang skör í að setja afmarkaðar lokanir til að byggja slík svæði upp en óþarfi að ganga svo langt að ekki sé hægt að toga í námundan við þessa bletti.

Löng reynsla segir mér ekki að troll hafi nokkurstaðar skaðað botninn svo fiskur hafi hætt að sjást þar.

Ólafur Örn Jónsson, 28.6.2011 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband