Verðhækkanir á mat eru ALLTAF tilkomnar áður en blekið er þornað á samningum um kaup og kjör.

Þótt ég sé rétt rúmlega fimmtug að árum, hefi ég starfað á vinnumarkaði nú þrjátíu og sex ár, og allan þann tíma hefur það verið viðtekin venja hér á landi að verðlag á matvörum hefur hækkað áður en nokkrar einustu launahækkanir eru tilkomnar til handa launþegum.

Því miður.

Síðasta áratug hefi ég tilheyrt félagi opinberra starfsmanna sem oftar en ekki hafa verið síðastir í samningagerð á vinnumarkaði og eins og áður sagði er yfirleitt búið að taka þær lúsarlaunahækkanir sem samið hefur verið um áður blekið er þornað á samningum þeim hinum sömu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ísland eins og það var 1995
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalbjörn Steingrímsson

Man þegar tvö núll voru tekin aftan af krónunni, hér í denn. Vara sem kostaði 100 kr. átti eftir breytingu að kosta 1 krónu, en svo merkilega varð að hún kostaði 10 kr. eftir breytingu, svo einhver hefur hagnast all verulega á gjörningnum. Enda fór brosið ekki af kaupmönnum í langan, langan tíma.

Aðalbjörn Steingrímsson, 27.4.2011 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband