Kvótakerfið, fimm hundrað og fimmtugasti kapítuli.

Össur hrópar þjóðaratkvæði um kvótann, það er einfalt að hrópa upp en annað að segja en í að komast.

Raunin er sú að hvers konar breytingar á kvótakerfi sjávarútvegs urðu æ torveldari eftir því sem leið á tilvist þessa kerfis, sökum þess að kvótinn var veðsettur í fjármálasstofnunum, sem ætti að vera efst á baugi sem rannsóknarefni um íslenskt samfélag og þau mistök sem þar komu til sögu.

Andvaraleysi Alþingis við að sníða ágalla af kerfinu í áföngum hefur verið algert til lengri og skemmri tíma, sem hefur aðeins þýtt eitt að enn erfiðara er framkvæma kerfisbreytingar.

Kvóti er aðeins takmörkuð heimild til veiða, heimild sem veitt er eitt ár í senn, milli fiskveiðiára, þannig er laganna hljóðan en inn í sömu lög var sett ákvæði á sínum tíma er Þorsteinn Pálsson var sjávarútvegsráðherra, að heimilað væri framsal á kvóta millum útgerða, leiga eða sala, þ.e framsal.

Aldrei, ég endurtek aldrei skyldi það hið sama ákvæði hafa komist inn í sama lagabálk þar sem það hið sama stangaðist á við fyrstu grein sömu laga um fiskveiðistjórn.

Fiskveiðistjórnunarlöggjöfin er því miður frá þeim tíma klúður sem aldrei hefur tekist að leiðrétta, og eftir því sem menn högnuðust meira á braskheimildum þeim sem komust inn i lagasetninguna því meiri hamagangur varð til að verja óbreytt kerfi, og ólög sem góðir lögmenn sjá í hendi sér að stangast hvert á annars horn voru látin ganga áfram með tilheyrandi vandræðum allra handa.

Nýliðun í kerfinu var gerð ómöguleg vegna kostnaðar til þess hins arna.

Þáverandi Þróunarsjóður sjávarútvegs keypti smábátasjómenn út úr kerfinu með gylliboðum undir formerkjum meintrar hagræðingar í greininni eins stórvitlaust og það nú var.

Stærri og færri einingar var formúlan lengst af en mæling á sóun aðferðafræðinnar var illa finnanleg fyrr en brottkast náðist á mynd, þá var sett á fót nefnd til að skoða brottkastið.

Flestir íslenskir sjómenn þekkja og vita ágalla á þessu kerfi sem verið hafa frá upphafi þess að braskið var lögleitt, þeir vita einnig um umgengni við fiskimiðin sem og byggðaröskun þá sem framsalsbraskið orsakaði.

Það breytir því ekki að sjómenn hafa þurft að starfa við þau skilyrði sem kerfisskipulagið inniheldur á hverjum tíma og meðan Alþingismenn hafa ekki komið í gegn breytingum tíl bóta hefur þurft að starfa við sömu aðstæður.

Hvorki fyrningarleið né uppboðsmarkaður á kvóta er að mínu viti leið út úr þessu kerfi nú, því miður, þótt taka þurfi ákvörðun um að afnema framsal alfarið.

Aðrar kerfisbreytingar er hins vegar hægt að framkvæma í áföngum, þar sem sjálfbær nýting fiskimiðanna á hafsvæðinu kring um landið er forsenda breytinga s.s samsetningu fiskiskipastólsins, eftir efnum og aðstæðum, sem og festing heimilda til veiða við einstök landssvæði sem er eðlileg að mínu viti.

Þjóðaratkvæði um hvort þjóðin vilji núverandi kerfi já eða nei þarf ekki að spyrja að, menn vita að þjóðin vill breyta þessu kerfi og það er kjörinna fulltrúa að leggja fram tillögur um það hið sama.

Fyrir mig var það afar ánægjulegt að samþykkja fyrstu tillögur Framsóknarflokksins að breytingum á þessu kerfi á flokksþinginu á dögunum ekki allar með því móti sem ég hefi hér rætt um, en skref til umbóta.

kv.Guðrún María.


mbl.is Þjóðaratkvæði um kvótann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Mér finnst það reyndar með ólíkindum úr því að ,,allir" kalla á breytingar á þessu kvótakerfi, afhverju fólk fjölmennir ekki fyrir utan gamla fangelsið við Lækjartorg, eða þá Sjávarútvegsráðuneytið og mótmælir slugsinu á stjórnvöldum í þessu máli.  

Fólk er meira og minna dottandi milli þess sem að einhver ropar út úr sér,,kvótann í þjóðaratkvæði".

 Mikið held ég að verklaus ríkisstjórn Jóhönnu sé þakklát fyrir hvern þann dag sem þessar upphrópanir um  þjóðaratkvæði, hylja droll stjórnarinnar við samningu á nýju frumvarpi um stjórn fiskveiða.

Kristinn Karl Brynjarsson, 19.4.2011 kl. 00:55

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já það er rétt Kristinn Karl.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.4.2011 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband