Hafa ráðamenn eytt miklum tíma að tala kjark í þjóðina ?

Svar mitt er NEI, það hafa þeir ekki gert, þótt sjaldan eða aldrei hafi verið meiri ástæða til þess arna.

Þess í stað hafa alls konar deilur og erjur í stjórnarsamstarfinu og vandamál um framgang stjórnarstefnunnar verið helsta fréttaefni öllum stundum frá því þessi ríkisstjórn settist við valdatauma.

Nýjasta dæmið er þáttaka stjórnvalda í hernaðaraðgerðum í Líbýu.

Meðan almenningur í landinu horfir á ráðamenn bítast innbyrðis um keisarans skegg í hvorum flokki fyrir sig er sitja þó saman í ríkisstjórn, er það vart til þess að auka vonir um samvinnu um þjóðarhagsmuni til framtíðar.

Hin mikla pólítíska tímaskekkja þess efnis að setja aðildarumsókn að Evrópusambandinu í gang á tímum heimskreppu, ásamt því að klúfa þjóðina í fylkingar þegar hvað mest þörf var til samvinnu, ber vott um skort á heildaryfirsýn.

Með öðrum orðum reyna að sækja vatnið yfir lækinn.

kv.Guðrún María.


mbl.is Íslendingar ekki bjartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl GMaría. Ég er svo hjartanlega sammála þér. Þetta er ekki normal ástand á stjórnarheimilinu. Ef ég væri Jóhanna ( eða í hennar sporum ) þá færi ég í fundarherferð um landið og skýrði það fyrir þjóðinni af hverju ég hefði tekið þessa afstöðu í Icesave. Einnig af hverju ég teldi hagsmunum betur /ver komið í ESB. Það er eins og þing-og ráðherrastarfið sé svo steypt í form að ekki megi stíga upp úr því og breyta til. Nei frekar horfa menn á þjóðina engjast í vafanum og skiptast í hópa um mál sem það þekkir í raun ekki neitt. Það er bara í dagblöðum sem maður sér greinar með og móti og eflaust margir sem skipta um skoðun t.d. á Icesave á sömu blaðsíðunni. Greinahöfundar tína bara fram þau rök sem eru takmörkuð og það vantar alla heildaryfirsýn.

Takk fyrir góða hugvekju og eigðu góðan dag Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 30.3.2011 kl. 10:06

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Takk fyrir það Kolla.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 31.3.2011 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband