Oft var þörf, en nú er nauðsyn Sigmundur Davíð.

Sjaldan eða aldrei hefur verið meiri þörf á sterkum leiðtogum á stjórnmálasviðinu hér á landi, leiðtogum sem standa vaktina með þjóðinni.

Ég fagna því mjög að formaður míns flokks muni beita sér í málinu, en kúvending Sjálfstæðismanna er og verður ótrúverðug að mínu viti, alveg sama hvernig á það er litið.

Spunameistarar ríkisstjórnarflokkanna gleypa allt hrátt sem frá sitjandi ríkisstjórn kemur og vinna því brautargengi hvers eðlis sem er, þvi miður og skortur á andstæðum sjónarmiðum er fyrir hendi.

Áhangendur aðildar að Evrópusambandinu virðast hafa hengt hatt sínn á það atriði að samþykkja verði Icesave til þess að ganga kindagötur aðildarumsóknarinnar, þótt ekkert væri eðlilegra en aðskilja það hið sama.

Þannig hefur mál þetta þróast í pólítíska farveginn , svart og hvítt og ekkert þar á milli, þvi miður, þar sem fjölmiðlar hafa ekki gert annað en ganga sama veg sama hvort um er að ræða ríkisfjölmiðla eða aðra.

kv.Guðrún María.


mbl.is Gæti beitt sér í Icesave-deilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Vil líka Guðrún benda á annan formann flokks sem meiriháttar talar gegn
Icesave, Guðmund Franklín Jónsson formann HÆGRI GRÆNNA. Með virðingu
fyrir mínum gamla flokki Framsókn sem ég yfirgaf fyrir löngu, er hann klofinn í Icesave og ESB-aðildarviðræðum. Sem er alls ekki gott. Gagnstætt HÆGRI GRÆNUM sem ég styð nú og er félagi í.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.2.2011 kl. 01:16

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðmundur.

Með fyllstu virðingu fyrir vini mínum og nafna þínum Guðmundur þá er staða þeirra mismunandi varðandi það að eiga fulltrúa á Alþingi enn sem komið er og því fagnaðarefni ef frændi minn Sigmundur Davíð lætur málið til sín taka.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.2.2011 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband