Íslensk stjórnvöld úti að aka í efnahagsmálum þjóðarinnar ?

Treysti stjórnvöld sér ekki til þess að hafa nægilegan sjóð er tryggir innistæður Íslendinga í öllum íslenskum fjármálastofnunum, líkt og hér kemur fram þá eru góð ráð dýr, og hvers konar hugmyndir varðandi það atriði að við skulum taka á okkur skuldbindingar ævintýramennsku fjármálageirans fyrir hrun, út úr korti eðli máls samkvæmt.

Ef fjármálastofnanir hér á landi eru of stórar fyrir hagkerfið þá hlýtur að þurfa að vinna að því að þær hinar sömu minnki, í stað þess að stjórnvöldum sé ómögulegt að tryggja nema hluta innistæðna í þeim öllum.

Það er ekki nóg að setja lög á lög ofan þar sem hvað á fætur öðru rekst á annars horn, einkum og sér í lagi varðandi efnahagsgrundvöll einnar þjóðar.

kv.Guðrún María.


mbl.is Ríkið verði að hlaupa undir bagga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver segir að það sé hlutverk ríkisins að tryggja innistæður í bönkum? Ríkistrygginginar leiða ekkert gott af sér.

Hákon Freyr Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband