Árið 2010.

Árið 2010 hefur verið strembið ár fyrir mig persónulega svo ekki sé minnst á það að helstu atburðir ársins, svo sem gosið í Eyjafjallajökli, tengist manni nokkuð nálægt þar sem æskuslóðirnar eru og ættingjar manns.

Fyrir mig sem hafði allan minn uppvöxt og fram eftir öllum aldri dreymt gos í Jöklinum aftur og aftur, var það afskaplega skrítin tilfinning að upplifa það gerast þótt úr fjarlægð væri.

Eftir að hafa fylgst með landrisi og skjálftum og öllu dreymdi mig það að ég var stödd heima og sá svart þegar ég leit til Jökulsins, en það var rétt fyrir jólin síðustu, og það fannst mér vera fyrir því að eitthvað myndi gerast þarna.

Árið hefur annars verið barátta til þess að ná heilsu til handa sínu barni, sem hefur tekið mikla orku og erfiðar ákvarðanir þurft að taka sem þar sem vonin ein um að gera rétt á hverjum tíma stað og stund hefur verið mér leiðarljós.

Tekjusamdráttur þ.e engin aukavinna, litaði árið þar sem maður varð að gjöra svo vel að taka því hinu sama og vinna úr því svo best sem verða mátti.

Siðasti hluti ársins var síðan þannig, að ég slasaðist í vinnu minni í byrjun nóvember og fékk samfallsbrot í hrygg og handleggsbrotnaði, og er enn í sjúkraþjálfun við að ná heilsu að nýju upp úr því.

Það var skrítið að verða allt í einu ósjálfbjarga heima hjá sér um tíma eftir slys, en þrjóskan og sjálfsbjargarviðleitnin fleytir yfir ófærur og samstarfsfólk og ættingjar komu til bjargar um tíma sem ber að þakka.

Hver reynsla eykur víðsýni, hvers eðlis sem er, svo fremi viðhorf manns til þess hins sama sé fyrir hendi og það hefi ég reynt að temja mér að líta á reynslubrunninn sem lærdóm í lífsins skóla.

Það að nota gefna reynslu til þess að greina á milli þess sem maður getur breytt og þess sem er ómögulegt að breyta, eins og bænin um æðruleysi inniheldur, er gott veganesti.

Beinið í nefinu þarf því að nota þegar svo ber undir.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband