Ég kaus í fyrsta skipti persónur til stjórnvaldsstarfa á Íslandi.

Það var afskaplega ánægjuleg tilfinning að geta valið fólk óháð flokkum til starfa fyrir þjóðina í lýðræðislegum kosningum, en ég kaus í dag hjá Sýslumanninum í Hafnarfirði.

Ég var eftir mig í hægri hendinni eftir skriffinskuna, það skal viðurkennt en ég er enn í gifsi eftir að hafa brotnað á úlnlið um daginn.

Það er hins vegar ágætt að skrifa eina tölu af blaðinu sem maður er tilbúin með og strika svo yfir hana með blýantinum til þess að ruglast ekki á tölum áfram.

Í mínum huga er hér um að ræða sögulegt tækifæri sem núverandi stjórnvöld hafa fram sett og við skyldum sannarlega nýta sem slíkt.

kv.Guðrún María.


mbl.is Rúmlega 10 þúsund búin að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég held samt, að það vanti í væntingamengi þeirra bjartsýnustu, að líklega tekur ný stjórnarskrá ekki gildi, fyrr en áramótin 2013-2014. Það er að segja, takist bæði stjórnlagaþinginu og Alþingi klóra sig fram úr verkefninu. 

Núverandi stjórnvöld fara ekki, viljandi hið minnsta, að rjúfa þing og boða til kosninga, bara til að koma nýrri stjórnarskrá í praxis.

 Það mun líklegast líða eitt og hálft ár, hið minnsta, frá lokum stjórnlagaþings, þangað til Alþingi mun taka niðurstöður stjórnlagaþingsins, til alvarlegrar málsmeðferðar.

Kristinn Karl Brynjarsson, 27.11.2010 kl. 01:14

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já ég get alveg tekið undir það Kristinn Karl, væntingar eins og svo oft áður líkjast að hluta til kosningaloforðaflóðinu sem við þekkjum svo vel.

Það verður hins vegar mjög fróðlegt að sjá framkvæmd þessara kosninga svo ekki sé minnst á niðurstöðuna úr kosningunum sjálfum.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.11.2010 kl. 01:28

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Verði þátttakan góð, þá gætu kjósendur einhvers staðar þurft að mæta dúðaðir á kjörstað.

 En hvað stjórnlagaþingið sjálft varðar, þá segir mér svo hugur, að það verði lítið ópólitískara en Alþingi. Þar munu fylkingar takast á um fullveldið forsetann og margt fleira. Jafnvel hætt við því að ýmsar spunavélar vinni yfirvinnu á meðan þinginu stendur.

Kristinn Karl Brynjarsson, 27.11.2010 kl. 01:37

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Því miður held ég að það sé nokkuð til í því hjá þér Kristinn Karl.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.11.2010 kl. 02:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband