Nú má bara ráðast á Alþingi ?

Hér er um að ræða afar sérkennilega afstöðu hjá þingmanninum varðandi það atriði að sá hinn sami vilji fella niður ákærur á þá aðila er réðust inn á Alþingi.

Sat Mörður í þingsalnum þegar þetta átti sér stað ?

Vissu þingmenn hverju þeir áttu von á, þegar menn með grímur ruddust inn á þingpalla ?

Á bara að leyfa það ?

kv.Guðrún María.


mbl.is Mörður: Hættið vitleysunni og fellið niður ákærur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Málið er að nímenningarnir gerðu ekki árás á Alþingi og því stafaði ekki hætta af þeim. Þessi níu voru aukinheldur valin af handahófi úr mun stærri hópi mótmælenda. Málstilbúnaðurinn er skrípaleikur. Kynntu þér málið.

Vésteinn Valgarðsson, 19.9.2010 kl. 00:40

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Er þá nokkuð að óttast varðandi málsmeðferð fyrir dómstól ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.9.2010 kl. 00:42

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ertu að grínast? Hefurðu ekki séð rógsherferðina sem þau hafa fengið í fjölmiðlum? Heldurðu að það sé gaman að ganga í gegn um pólitískar ofsóknir? Hvernig heldurðu að börnunum þeirra líði? Ætli þau hafi ástæðu til að treysta dómstólunum?

Vésteinn Valgarðsson, 19.9.2010 kl. 00:50

4 identicon

Sæl Guðrún

Er málið hér hvort þau hafi eitthvað að óttast varðandi málsmeðferð fyrir dómstól? Það er engin forsenda fyrir því að höfða mál gegn þessu fólki.

Að auki gefur meðferðin á þeim ekki til kynna að þau fái sanngjarna málsmeðferð fyrir dómstól.

Hefur þú eitthvað kynnt þér þetta mál?

Linda (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 00:56

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Vésteinn.

Pólítískar ofsóknir segir þú, það hefi ég ekki getað séð samkvæmt frásögnum frétta, en kanski veist þú eitthvað meira en ég í þessu efni.

Ég veit það hins vegar að hvergi getur það verið liðið að hópur manna ráðist inn í stofnanir hins opinbera í óljósum tilgangi, með grímur, hvort sem um er að ræða Alþingi eða annað.

Sæl Linda.

Ég hefi fylgst með þessu máli frá því það átti sér stað af fréttum sem og viðtali við þingmenn er sátu í þingsal.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.9.2010 kl. 01:08

6 identicon

Umfjöllunin í fjölmiðlum hefur verið mjög ósanngjörn. Fólkið var dæmt fyrirfram, aðeins var gefin gaumur að alþingismönnum og besservissurum með há stöðuheiti en aldrei fólkinu sjálfu, það fékk aldrei að svara fyrir sig, hvað þá færi á að réttlæta sig.

Hérna er greinin sem Mörður vísaði í Ég mæli með að þú lesir hana til að fá aðeins réttari mynd

Rúnar (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 09:58

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæl verið þið ef alþingi vísar máli fyrrverandi ráðherra frá landsdómi þá verður hér allt vitlaust þegar níumenningarnir fara fyrir dóm!

Sigurður Haraldsson, 19.9.2010 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband