Ábyrgð okkar landsmanna á hruninu.

Erum við Íslendingar einungis fórnarlömb þess að trúa því að eitt þjóðfélag gæti endalaust vaxið upp úr öllu valdi með endalausri loftbólufjármálastarfssemi ?

Vissulega var okkur talin trú um slíkt af fjármálamönnum og stjórnmálamönnum, en við höfðum okkar rétt til þess að gagnrýna skipulagið á hverjum tíma og við höfðum kosningarétt til þess að kjósa okkur flokka á þing.

Getur það verið að meðan allt lék í lyndi hafi stjórnmálaflokkar hér á landi gengið gagnrýnislausir gegnum árin kjörtímabil eftir kjörtímabil ?

Að hluta til held ég að svo sé, og merki það á þeim áhuga manna að taka þátt í stjórnmálum sem var ekkert til að hrópa húrra fyrir og því ákvað sama fólkið á sömu stöðum í sömu flokkum sömu hlutina, ár eftir ár eftir ár, án umbreytinga.

Ef maður vill hafa áhrif á sitt samfélag þá er það einfalt, maður verður sjálfur að reyna að leggja lóð á vogarskálar til þess arna á hverjum tíma, en ekki bara eftir dúk og disk þegar allt er farið norður og niður.

kv.Guðrún María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband