Einmitt ný lagasetning um áður ónýt lög sem gildir frá því þau eru samþykkt.

Ég hygg að hinn nýji viðskiptaráðherra hafi ef til vill ekki komið því nægilega skýrt frá sér í Kastljósi kvöldsins að lög þau sem hann ræðir hér um að setja munu ekki gilda aftur í tímann, telji einhver að svo sé, heldur framvegis.

Aldrei þessu vant virtust stjórnvöld þar með talið bankastofnanir í meirihlutaeigu ríkisins undirbúin undir dóminn, þar sem yfirlýsingar allra handa komu á færibandi að sjá má í fréttasafni.

Vonandi tekst mönnum að vinna hratt og vel úr niðurstöðu þeirri sem nú er tilkomin en hins vegar sé ég ekki að dómur þessi breyti nokkru um þann forsendubrest sem til varð og er sá veruleiki sem allir lántakendur hafa mátt meðtaka, ekki bara þeir sem voru með gengistryggð bílalán.

kv.Guðrún María.


mbl.is Frumvarp um að gengistryggð lán verði ólögmæt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband