Þó það nú væri, enda var þjóðin ekki spurð um vilja til aðildarumsóknar.

Hinn stórkostlegi klaufaskapur Samfylkingarmanna þess efnis að véla samstarfsflokkinn til þess að troða í gegn um þingið aðildarumsókn að Esb, er og verður lengi í minnum hafður, sökum þess að lágmarksvirðing við lýðræði var og er að spyrja þjóðina um HVORT fara ætti í viðræður.

Einkum og sér í lagi í ljósi þess að samstarfsflokkur í ríkisstjórn landsins er andsnúinn slíku í sinni stefnuskrá, og þannig ljóst að þingmeirihluti um málið var eitthvað sem þvinga þurfti í gegn í raun, eins heimskulegt og það nú er.

Stjórnarflokkum var í lófa lagið að láta fara fram atkvæðagreiðslu um vilja til þess að sækja um aðild í sveitarstjórnarkosningum sem fram fóru í vor sem leið, en flokksmarkmið Samfylkingarinnar voru sett ofar lýðræðislegri framkvæmd mála um vilja fólksins í landinu, því miður.

Til hvers í ósköpunum ætti Esb að vera að leggja fram fjármuni til meintrar aðildarumsóknar ef ekki er tryggur meirihluti fyrir þeirri hinni sömu ákvarðanatöku sitjandi stjórnvalda í landinu ?

Að sjálfsögðu ætti það að vera fyrsta verk Alþingis að taka fyrir slíka tillögu.

kv.Guðrún María.


mbl.is Vill afgreiða tillögu um ESB-viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband